13.10.2007 | 20:57
Ummælin dæma sig sjálf
Eftir þessi ummæli landsliðsþjálfarans er augljóst að hann eigi að segja af sér. Á morgun eru 2 ár frá því að þjálfarinn var ráðinn og að hans eigin sögn er liðið á byrjunarreit. Þarf fleiri vitnanna við?
Eyjólfur: Erum komnir aftur á byrjunarreit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2007 | 21:52
Skattar og fortíðardraugar
Sagt er að ekkert sé víst í lífinu nema skatturinn og heimsókn frá manninum með ljáinn. Það er alla vegna árvisst að pósturinn heimsækir okkur og treður álagningarseðli inn um lúguna rétt fyrir Verslunarmannahelgina, gleðispillir fyrir mörg okkar en ávallt skal jú gjalda keisaranum það sem hans er. Það er hins vegar keisarans að stunda innheimtuna með þeim hætti að sem vandræðaminnst sé fyrir þann sem gjöldin ber og gæta sanngirni og meðalhófs.
Það varð stórt stökk fram á við þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp, í stað eftirágreiðslna sem tíðkuðust fyrir þann tíma. Þó hörðustu frjálshyggjumenn séu mér sjálfsagt ekki sammála og segi að einstaklingar ávaxti skattfé ríkisins mun betur en ríkið sjálft, held ég því fram að fyrir flesta launþega hafi þessi breyting verið jákvæð og verið til hagræðis fyrir marga, sérstaklega fyrir þá sem bjuggu við tekjusveiflur eða minnkandi tekjur milli ára.
Einn fortíðardraugur stendur þó enn eftir af þessu gamla eftirágreiðslukerfi en það er sú kvöð sem lögð er á launagreiðendur að standa í innheimtu gjalda utan staðgreiðslu fyrir innheimtumenn ríkissjóðs. Í þessu kerfi eru launagreiðendum gert skylt að draga allt að 75% af útborguðum launum af starfsfólki upp í skatta og skyldur sem innheimtumennirnir treysta sér ekki til að innheimta með öðrum hætti. Launamál eru yfirleitt viðkvæmasti hluti samskipta launþega og vinnuveitanda og það er því óþarfa viðbótarvinkill á þau samskipti þegar að launagreiðandi þarf að standa í að draga kröfur ríkissjóðs af launum og útskýra það fyrir launþegum sínum. Samhliða eru stjórnarmenn og framkvæmdastjórar gerðir persónulega ábyrgir fyrir þessum greiðslum og hægt að ganga að þeim persónulega, standi þeir ekki í stykkinu í þessu rukkeríi. Á undanförnum árum hefur verið dregið úr kröfum um ábyrgðarmenn í bankakerfinu, greinilegt er að ríkinu finnst hins vegar enn betra að eiga einhverja í bakhöndinni.
Við þetta bætist auðvitað að launagreiðendur geta gert sér ágæta grein fyrir launum launþega sinna. Þeir hafa jú, yfirlit yfir þau laun sem þeir greina sjálfir og geta því auðveldlega séð hvaða aðrar tekjur launamenn þeirra afla sér, a.m.k. þau laun sem eru utan staðgreiðslu. Þetta er að mínu mati algjörlega óásættanlegt fyrir launþegann, laun og aðrar tekjur eru viðkvæmar trúnaðarupplýsingar og geta þessar upplýsingar beinlínis haft áhrif á samningsstöðu launþega við vinnuveitendur sína þegar kemur að næsta launaviðtali.
Þessu til viðbótar er þetta kerfi meingallað í framkvæmd. Eins og kerfið er núna þurfa launþegar að bera dráttarvexti sem falla á þær greiðslur sem dregnar eru af þeim en ekki skilað til ríkissjóðs af launagreiðendum á réttum tíma. Ef launagreiðendurnir eru seinir til greiðslu þá getur það skapað launþegunum talsverð vandræði.
Að þessu sögðu er það mín skoðun að afnema eigi þessar leifar hins löng aflagða kerfis eftirágreiddra skatta og láta þessa innheimtu algjörlega í hæfar hendur innheimtumanna ríkissjóðs. Eiga þeir enda ýmis úrræði í pokahorninu ef hinir rukkuðu gerast skuldseigir. Jafnframt hvet ég þá sem eru áhugamenn um að vernda rétt borgaranna á því að halda launamálum sínum sem einkamáli að bæta þessu atriði á baráttulistann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.8.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 22:40
Ferðasaga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 11:46
TOTO – tónleikar í Laugardalshöll 10. júlí 2007
Ég skellti mér á tónleika með hljómsveitinni TOTO í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 10. júlí ásamt Gesti Rúnarssyni félaga mínum. Tónleikarnir voru í alla staði hin besta skemmtun og þó að hljómsveitarmeðlimir létu mannskapinn bíða eftir sér að góðra rokkara sið þá var keyrslan góð, í um 1 ½ tíma, spilamennskan með eindæmum þétt og sveitin spilaði bæði gamalt og nýrra efni. Tónleikunum var síðan lokað með laginu Africa sem líklega er þekktasta lag sveitarinnar enda tók salurinn vel við sér þegar þar var komið. Hljómsveitarmeðlimir týndust í lokin út af sviðinu, einn af öðrum þar til trommarinn, Simon Phillips, var einn eftir og sló Afríkutaktinn og síðan lagið og þar með tónleikana út, flottur endir.
Íslenskir áheyrendur létu annars ekki að sér hæða og voru í hlédrægari kanntinum að venju. Ef til vill má finna skýringuna í því að þegar að gítarleikarinn, Steve Lukather, spurði að því hversu margir tónlistarmenn væru á svæðinu gat ég ekki betur séð en að hálfur salurinn rétti upp hönd. Það er því hugsanlegt að þeir TOTO-liðar hafi upplifað stemmninguna fremur eins og þeir væru að spila fyrir hóp af gagnrýnendum en hefðbundna tónleikagesti. En þetta var hin besta skemmtun og engin eftirsjá í að hafa skellt sér á svæðið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 13:38
Selasetur á Hvammstanga
Í framhaldi af þessu sá ég svo blaðagrein um setrið í Viðskiptablaðinu þann 4. júlí s.l. þar sem haft er eftir aðstandendum setursins að gestafjöldi á árinu væri á bilinu 4.000 - 5.000 manns. Opnunartíminn væri frá 09:00 - 18:00, júní til ágúst og 10:00 - 16:00 í september og til 15. október. Fór ég þá að velta því fyrir mér hvernig reksturinn væri á svona safni væri. Ef við göngum út frá miðgildinu á þeim tölum sem að safnið áætlar um aðsókn og segjum að 4.500 manns mæti og skoði safnið á árinu og að þeir greiði allir fullt gjald, 500 krónur þá eru tekjur safnsins af aðgangseyri 2.250.000,-. Til að einfalda málið segjum við að eitt stöðugildi sé við safnið og að sá starfsmaður hafi 150.000 í laun á mánuði sem getur varla verið ofrausn. Með launatengdum gjöldum þá reiknast mér til að þessi aðgangseyrir rétt hrökkvi til til að greiða þessi laun. Eftir er síðan allur annar kostnaður við húsnæði, auglýsingar og kynningar og annað sem til. Það hlýtur því að vera þungur róður þegar ná þarf til lands með reksturinn og örugglega ekki einsdæmi þegar kemur að safnarekstri á landsbyggðinni. Á heimasíðu Selasetursins kemur fram að setrið er fjármagnað með hlutafé og styrkjum og þó að hluthafarnir 89 hafi sjálfsagt aldrei vænst mikils arðs af fjárfestingunni heldur lagt inn fjármagn af góðum hug og vegna áhuga á málefninu og ferðamennsku, þá má engu að síður velta því fyrir sér hvort að hinn almenni ferðamaður væri ekki til í að greiða aðeins hærri aðgangseyri, a.m.k. hefði undirrituðum ekki þótt það nein goðgá að greiða 800-1.000 krónur fyrir aðganginn eða andvirði eins hamborgara, einkum ef tekið er tillit til gæða safnsins og að þarna var um sannkallað 2-fyrir-1 tilboð að ræða, safn og listsýning í einum pakka. Ég hvet því aðstandendur safnsins til að huga að þessari hlið um leið og ég óska þeim til hamingju með sannkallaða perlu í safnaflórunni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)