Færsluflokkur: Ferðalög
11.8.2007 | 22:40
Ferðasaga
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 13:38
Selasetur á Hvammstanga
Í framhaldi af þessu sá ég svo blaðagrein um setrið í Viðskiptablaðinu þann 4. júlí s.l. þar sem haft er eftir aðstandendum setursins að gestafjöldi á árinu væri á bilinu 4.000 - 5.000 manns. Opnunartíminn væri frá 09:00 - 18:00, júní til ágúst og 10:00 - 16:00 í september og til 15. október. Fór ég þá að velta því fyrir mér hvernig reksturinn væri á svona safni væri. Ef við göngum út frá miðgildinu á þeim tölum sem að safnið áætlar um aðsókn og segjum að 4.500 manns mæti og skoði safnið á árinu og að þeir greiði allir fullt gjald, 500 krónur þá eru tekjur safnsins af aðgangseyri 2.250.000,-. Til að einfalda málið segjum við að eitt stöðugildi sé við safnið og að sá starfsmaður hafi 150.000 í laun á mánuði sem getur varla verið ofrausn. Með launatengdum gjöldum þá reiknast mér til að þessi aðgangseyrir rétt hrökkvi til til að greiða þessi laun. Eftir er síðan allur annar kostnaður við húsnæði, auglýsingar og kynningar og annað sem til. Það hlýtur því að vera þungur róður þegar ná þarf til lands með reksturinn og örugglega ekki einsdæmi þegar kemur að safnarekstri á landsbyggðinni. Á heimasíðu Selasetursins kemur fram að setrið er fjármagnað með hlutafé og styrkjum og þó að hluthafarnir 89 hafi sjálfsagt aldrei vænst mikils arðs af fjárfestingunni heldur lagt inn fjármagn af góðum hug og vegna áhuga á málefninu og ferðamennsku, þá má engu að síður velta því fyrir sér hvort að hinn almenni ferðamaður væri ekki til í að greiða aðeins hærri aðgangseyri, a.m.k. hefði undirrituðum ekki þótt það nein goðgá að greiða 800-1.000 krónur fyrir aðganginn eða andvirði eins hamborgara, einkum ef tekið er tillit til gæða safnsins og að þarna var um sannkallað 2-fyrir-1 tilboð að ræða, safn og listsýning í einum pakka. Ég hvet því aðstandendur safnsins til að huga að þessari hlið um leið og ég óska þeim til hamingju með sannkallaða perlu í safnaflórunni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)